Frí nemaviðtöl í boði

Home / Fréttir / Frí nemaviðtöl í boði

Þrír metnaðarfullir sálfræðinemar hafa hafið störf við KMS undir leiðsögn reyndra sálfræðinga. Þeir sem óska eftir nemaviðtölum fyrir 1. október nk. eiga þess kost að fá fyrstu tvö nemaviðtölin frí. Að þeim loknum tekur nemataxtinn gildi sem er 8.000 krónur fyrir viðtalið, sem er rúmlega helmingi ódýrara en greitt er fyrir viðtölin almennt.

Óska má eftir viðtali við nema með því að senda tölvupóst á kms@kms.is.