Hugarfar til heilsu – hugræn atferlismeðferð við þyngdaráhyggjum

Forsíða / Hópmeðferð / Hugarfar til heilsu – hugræn atferlismeðferð við þyngdaráhyggjum

Fjölmargir eru ofuruppteknir af þyngd sinni og sveiflast öfganna á milli í mataræði og hreyfingu. Hvatt er til síaukinnar neyslu í samfélaginu og á sama tíma lögð ofuráhersla á útlit. Fólki er kennt um ef það stendur ekki undir þessum væntingum sem dregur úr sjálfstrausti, þrátt fyrir að samfélagið setji okkur í þessa erfiðu stöðu. Hvað er til ráða?

Á þessu námskeiði, sem byggt er á hugrænni atferlismeðferð (HAM), er farið yfir hvernig megi

  • losna úr vítahring megrunar og stjórnleysis og feta skynsamlegan milliveg sem markast af þörfum líkamans
  • breyta hugarfari þannig að hugað sé að heilsusamlegu líferni í stað megrunar
  • öðlast heilbrigðara samband við mat (ef við á)
  • hugsa minna um þyngdina og beina sjónum að öðrum mikilvægum eiginleikum og markmiðum
  • efla sjálfstraust og sátt við eigin líkama (en líkamar koma í öllum stærðum og gerðum)
  • bæta líðan og lífsgæði

Farið er yfir hvers vegna megrunarkúrar séu óheppilegir og hvað sé til ráða vilji fólk huga betur að heilsu og lífsgæðum. Með aðferðum HAM má vinna að varanlegri hugarfarsbreytingu sem stuðlar og heilnæmari lífsstíl, sátt og vellíðan.

Námskeiðið samanstendur af tíu skiptum, tvo tíma í senn; vikulega i fyrstu níu skiptin og síðasti tíminn að mánuði liðnum. Þátttaka í þessu 20 klukkustunda námskeiði kostar 115.000 krónur (viðeigandi bók innifalin) en stéttarfélög kunna að koma að niðurgreiðslu námskeiðs. Undanfari námskeiðs er sérstakt matsviðtal, sem er ekki innifalið í verði námskeiðs, þar sem metið er hvort námskeið komi að gagni.

Námskeiðið hefur göngu sína í haust 2022 og verður nánari dagsetning auglýst áður en langt um líður.