Vellíðan í starfi-bjargráð við kulnun

Home / Hópmeðferð / Vellíðan í starfi-bjargráð við kulnun

Hefst 15. október klukkan 17.00. Námskeiðið er ætlað fólki sem er úrvinda eftir langvinnt álag og finnur fyrir auknum auknum

  • minnistruflunum og einbeitingarerfiðleikum
  • erfiðleikum með að standast kröfur og álag
  • streitu eða óróleika
  • skapsveiflum eða pirringi
  • svefntruflunum
  • þreytu og úthaldsleysi
  • líkamlegum óþægindum

Á námskeiðinu er farið yfir einkenni og stig kulnunar og fjallað um hvernig megi draga úr þessum einkennum og bæta líðan. Meðal annars er farið yfir hvernig draga megi úr streitu, endurheimta líkamlegt og andlegt þrek, bæta tímastjórnun og huga að gildum í lífinu; skoða hvað skipti mann máli og haga sér í samræmi við það. Einnig er fjallað um samskipti á vinnustað og hvernig megi bæta þau; hafa tjáskiptin skýrari og setja mörk þegar við á. Fjallað er um jafnvægi virkni og hvíldar og mikilvægi ánægjulegra og endurnærandi athafna.

Námskeiðið stendur yfir í sex vikur, tvo tíma í senn á mánudögum frá 17-19, og kostar þátttaka í þessu alls 12 klukkutíma námskeiði 55.000 krónur. Stéttarfélög kunna að koma að niðurgreiðslu námskeiðsins. Ekki er þörf á sérstöku matsviðtali áður en námskeiðið hefst og fer skráning á námskeiðið fram á kms@kms.is. Námskeiðinu er stýrt af reyndum sálfræðingum við Kvíðameðferðarstöðina sem hafa reynslu af meðhöndlun kulnunar og streitu.