Kvíðameðferðarstöðin er sérhæfð meðferðarstöð þar sem áhersla er lögð á bestu meðferð sem völ er á við kvíða og skyldum vandkvæðum fyrir fullorðna. Langoftast er hugræn atferlismeðferð sú meðferð sem veitt er enda er mælt með því meðferðarformi við öllum kvíðaröskunum af breskum heilbrigðisyfirvöldum. Meðferðin er ýmist veitt í einstaklingsviðtölum eða hópmeðferð eftir því sem við á. Sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar starfa saman í teymum og njóta handleiðslu á störf sín frá innlendum og erlendum sérfræðingum. Þetta er gert til að tryggja gæði þeirrar meðferðar sem veitt er. Starfsmönnum Kvíðameðferðarstöðvarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2007 er sálfræðingarnir Sóley D. Davíðsdóttir, Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir og Þröstur Björgvinsson stofnuðu fyrirtækið. Sóley og Sigurbjörg stýra fyrirtækinu nú og starfa  rúmlega 20 sálfræðingar við stöðina auk aðstoðarmanns sálfræðings, skrifstofustjóra, sálfræðinema og annarra sem koma að rekstrinum og einstökum meðferðarúrræðum. Samstarfs gætir við sálfræðideild Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík með tilliti til rannsókna og þjálfunar sálfræðinema en nokkrir sálfræðinemar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík hljóta þjálfun sína árlega við Kvíðameðferðarstöðina. Árangur þeirrar meðferðar sem fer fram við Kvíðameðferðarstöðina er mældur þannig að unnt sé að fylgjast með meðferðarárangri og eru árangursmælingar fyrir nokkur hópmeðferðarúrræði  birt á heimasíðunni. Hér má sjá árangur nokkurra þeirra.

The Icelandic Center for Treatment of Anxiety Disorders is the first of its kind in Iceland, offering specialized treatment for anxiety disorders. The treatment provided is cognitive-behavioral therapy either in individual or group format, after an initial assessment has taken place. Treatment is governed and evaluated by psychologists and can be delivered in English, Spanish, Swedish, French and Norwegian.