Tímabundin frestun á fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu

Forsíða / Fréttir / Tímabundin frestun á fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu

Á næstunni er að fara af stað alþjóðleg rannsókn á meðferðinni, sem Íslandi hefur verið boðið að taka þátt í. Á næstu dögum kemur í ljós hvort íslensk heilbrigðisyfirvöld taki þátt í verkefninu og hefur því verið tekin ákvörðun um að fresta frekari hópum þar til þetta er komið á hreint. Afar spennandi tímar eru fram undan og bíða yfir tíu lönd eftir tækifæri til að setja þessa merkilegu meðferð á fót. Ísland er fyrsta landið utan Noregs sem tekur meðferðina upp og hefur meðferðin gefist álíka vel hérlendis og í Noregi, þar sem yfir 1200 manns hafa farið í gegnum meðferðina. Um leið og svar liggur fyrir hvað þátttöku í þessu verkefni varðar mun greint frá því hér.