Sjálfshjálparbók við þunglyndi komin út

Forsíða / Fréttir / Sjálfshjálparbók við þunglyndi komin út

Út er komin bók um hugræn atferlismeðferð við þunglyndi þar sem lesendur geta unnið á þunglyndi á eigin spýtur. Í bókinni er farið yfir hvernig þunglyndi myndast og viðhelst, einkennum þunglyndis lýst og hvernig rjúfa megi vítahringinn markvisst. Einnig er rætt um maníu, svefnleysi, kulnun og samskipti með meiru.

Bókin er til sölu í helstu bókabúðum landsins en jafnframt má kaupa hana í afgreiðslu Kvíðameðferðarstöðvarinnar á 4.000 krónur að Suðurlandsbraut 4., 5. hæð.

Ef þú vilt fá bókina heimsenda í gegnum Kvíðameðferðarstöðina ber að

a) millifæra umrædda upphæð (+200 króna sendingarkostnað innanlands, 1000 króna sendingarkostnað til útlanda) á reikning KMS: 0526-04-250876, kt. 690507-2340 og

b) senda tilkynningu um millifærslu á netfang KMS kms@kms.is og tölvupóst með nafni þínu og heimilisfangi þar sem óskað er eftir að þér sé sent umrætt efni í tölvupósti.