Kvíði 101

Home / Námskeið / Kvíði 101

Næstu námskeið:

Fimmtudagana: 9. feb, 16. Feb og 23.feb, 17.15-18.45 (FULLT)

Fimmtudagana: 2.mars, 9. mars og 16. mars,  17.15-18.45  (FULLT)

Miðvikudagana: 19. apríl, 26. apríl og 3. maí, 17.15-18.45

 

Þekkir þú barn eða ungling sem glímir við kvíða?

Viltu skilja kvíða betur?

Viltu læra hjálplegar aðferðir við að bregðast við kvíða?

 

Kvíði 101 er kvíðafræðsla fyrir foreldra, kennara, ömmur og afa, sem og aðra aðstandendur barna og ungmenna sem glíma við kvíða.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja fræðslu um kvíða og inngrip við honum með raunprófuðum aðferðum. Ekki þarf að vera með barn í meðferð hjá Kvíðameðferðarstöðinni til þess að skrá sig á námskeiðið.

Farið er yfir orsakir kvíða og helstu kvíðaraskanir. Farið verður yfir hjálpleg inngrip og viðbrögð við mismunandi kvíða. Farið verður yfir hvernig eigi að bregðast við ofsakvíðaköstum og greina þau frá vanlíðunarköstum.

Ráð og aðferðir á námskeiðinu byggja á grunnaðferðum í árangursríku uppeldi út frá atferlismótun (samrýmist aðferðum á námskeiðum s.s. Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar, PMT, SMT, SOS! Hjálp fyrir foreldra o.s.frv.).

Hópurinn hittist vikulega yfir þriggja vikna tímabil í eina og hálfa klukkustund í senn. Hámarksfjöldi í hóp miðast við 16 manns.

Verð: einstaklingar 19.900 og pör 24.900.

Gert er ráð fyrir að þátttakendum gefist rými til að spyrja spurninga en eingungis útfrá almennri umræðu en ekki þannig að rætt sé ítarlega um persónuleg málefni barnsins í opnum hóp. Sé þörf á persónulegri umræðu um vanda aðstandanda er hægt að panta einkanámskeið með því að senda tölvupóst á kms@kms.is

 

Hægt er að skrá sig á námskeiðið í síma 534 0110 eða senda tölvupóst á kms@kms.is