Nemaviðtöl í boði

Home / Fréttir / Nemaviðtöl í boði

Auður Helgadóttir

Hrafnhildur Ólafdóttir

Unnt er að fá viðtöl hjá nemum sem eru í starfsréttindanámi (cand.psych) við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Viðtalstíminn kostar 7.500 krónur en það getur verið góður kostur þar sem nemar eru iðulega ferskir í fræðunum, áhugasamir og metnaðargjarnir.

Nemar starfa undir handleiðslu reyndra sálfræðinga við Kvíðameðferðarstöðina sem bera ábyrgð á störfum þeirra. Sem stendur erum við með tvo nema hjá okkur frá Háskóla Íslands. Þær heita Auður Helgadóttir og Hrafnhildur Ólafsdóttir.

Panta má viðtal hjá nema með því að hringja í 534-0110 eða senda tölvupóst á kms@kms.is. Athugið að nemaviðtöl eru einungis í boði hluta úr ári.