Námskeið við áhyggjuvanda

Home / Námskeið / Námskeið við áhyggjuvanda

Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 11. janúar kl. 15-17.

Kvíðameðferðarstöðin hefur þróað sérstakt námskeið við áhyggjum og er það unnið undir handleiðslu og í samvinnu við helsta sérfræðings heims á sviði almennrar kvíðaröskunar, dr. Melisu Robichaud. Námskeiðið er ætlað fólki sem glímir við þrálátar áhyggjur og líður illa af þeim sökum.

 

Ef þú myndir svara eftirtöldum spurningum játandi er líklegt að námskeiðið eigi við þig.

Hefur þú oft áhyggjur?

Eru áhyggjur þínar alltof miklar, of tíðar, standa of lengi yfir eða valda þér mikilli vanlíðan?

Átt þú erfitt með að hafa stjórn á áhyggjunum þegar þær eru á annað borð byrjaðar?

Hefur þú óviðráðanlegar og óhóflegar áhyggjur af minniháttar málum?

Finnur þú fyrir líkamlegum einkennum eins og spennu, óróleika, svefntruflunum, einbeitingarerfiðleikum, pirringi, þreytu eða vöðvaspennu?

Trufla áhyggjurnar líf þitt og finnst þér erfitt að njóta stundarinnar?

Námskeiðið stendur yfir í tíu vikur og samanstendur af fræðslu, æfingum í tímum og heimaverkefnum. Fjöldi þátttakenda takmarkast við hámark 12 manns.

Þátttaka í námskeiðinu kostar kr. 75.000.

___________________________________________

Umsagnir þátttakenda um námskeiðið:

„Í fyrsta skipti sem ég sé „rót vandans“ og er komin með verkfæri í hendurnar til að takast á við hann.“

-Alda Björk

Námskeiðið hjálpar manni að skilja eigin kvíða sem er forsendan fyrir því að maður geti tekist á  við hann. Námskeiðið/námsefnið er það sértækt (fyrir almenna kvíðaröskun) að maður fær nýja, afar hjálplega innsýn í eigin kvíðaröskun. Þetta námskeið var opinberun fyrir mig, kom með þetta „auka“ sem fær mig til að trúa því að ég geti lifað glöð með kvíðaröskun. Ég var búin að missa von en fékk hana aftur. Ég hef mikla trú á HAM og þetta námskeið er einu betra og virkilega virkar á fólk með almenna kvíðaröskun.

-nafnlaust

„Námskeiðið hefur hjálpað mér mikið. Það stýrði mér á rétta braut í hugsun og gjörðum.“

-nafnlaust

„Námskeiðið hefur hálpað mér að ná tökum á kvíða/áhyggjum og ná að skilja sjálfan mig og hvernig mér geti liðið betur. Gott námskeið og hjálpaði mér mikið. Fólk í kringum mig hefur haft orð á því hvernig ég hef breyst, þá til hins betra.“

-nafnlaust

___________________________________________

Til að geta skráð sig á námskeiðið þarf viðkomandi að sitja greiningarviðtal hjá sálfræðingi KMS þar sem vandinn er kortlagður og lagt er mat á hvort námskeiðið muni henta vanda viðkomandi eða hvort önnur úrræði muni koma að meira gagni. Greiningarviðtal er ekki innifalið í námskeiðsverði en viðtal kostar 15.000kr. 

Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að bóka greiningarviðtal fyrir þetta námskeið.

Til að nálgast frekari upplýsingar má hafa samband við Kvíðameðferðarstöðina í síma 534-0110 eða senda tölvupóst á kms@kms.is