Hugræn atferlismeðferð – leið að bættri líðan

Home / Hópmeðferð / Hugræn atferlismeðferð – leið að bættri líðan

Ekki er komin dagsetning á næsta hóp.

Námskeiðið hentar þeim sem finna fyrir vægum til miðlungs miklum kvíða eða depurð og vilja læra leiðir til að hafa áhrif á líðan sína. Á námskeiðinu er veitt fræðsla um kvíða og depurð, farið yfir tengsl hugarfars, hegðunar og tilfinninga og þátttakendum kenndar leiðir til að endurskoða hugarfar, auka virkni þegar við á, draga úr áhyggjum og takast á við það sem vekur kvíða.

Námskeiðið stendur yfir í sex vikur, tvo tíma í senn vikulega, og kostar þátttaka í þessu alls 12 tíma námskeiði 55.000 krónur. Ath. að sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa tekið þátt í að niðurgreiða sálfræðiþjónustu.  Ekki er þörf á matsviðtali fyrir námskeið.

Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á námskeiðið og tilgreindu hvaða námskeið þú óskar eftir. Einnig er hægt að skrá sig með því að hafa samband í síma 534 0110 eða senda tölvupóst á kms@kms.is