HopherbergiKvíðameðferðarstöðin hefur frá stofnun árið 2007 skapað sér sess sem virt meðferðarstöð þar sem kvíði og tengd vandamál eru meðhöndluð með  hugrænni atferlismeðferð (HAM). Fyrirtæki hafa  í auknum mæli nýtt sér þessa nálgun til að stuðla að bættri líðan starfsmanna. Því höfum við undanfarin ár boðið upp á stutt  fræðsluerindi og námskeið fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja, stofnanir og félagasamtök. Námskeiðin geta farið fram í húsakynnum KMS að Suðurlandsbraut 4 eða hjá þeim sem sækja þjónustuna.

Sníða má lengd og innihald námskeiða að þörfum hvers og eins en algengt er að beðið sé um 2-4 tíma örnámskeið. Því lengri sem námskeiðin eru, því meiri tími gefst þó til að fara yfir einstök efnisatriði námskeiða. Hér að neðan má finna lýsingu á helstu námskeiðum sem boðið er upp á en jafnframt má koma með séróskir.

Námskeið við streitu

Á námskeiðinu er fjallað um streitu, helstu orsakir og afleiðingar. Þátttakendum er kennt að  greina streituvalda í lífi sínu og skoða viðbrögð sín við þeim. Kynnt eru bjargráð við streitu og hvernig takast megi á við streituhugsanir. Jafnframt er farið stuttlega yfir áhyggjustjórnun, skipulagstækni og jafnvægi virkni og hvíldar.

Námskeið við kvíða og áhyggjum

Fjallað er um kvíðaviðbragðið og helstu kvíðavandamál sem hrjá tæplega þriðja hver mann. Farið er yfir hvernig uppræta megi vítahring kvíða með því að bregðast öðru vísi við og takast á við aðstæður í stað þess að forðast þær. Einnig er rætt um áhyggjur, hvenær og hvernig beri að velta hlutum fyrir sér í stað muninn á gagnlegum og ógagnlegum áhyggjum og hvernig draga megi úr

Vellíðan í starfi-bjargráð við kulnun 

Á námskeiðinu er farið yfir einkenni og stig kulnunar og farið yfir hvernig draga megi úr streitu, endurheimta þrek, efla álagsþol og skipulag, finna jafnvægi milli vinnu og einkalífs, huga að gildum í lífinu og setja skýrari mörk.

Bætt líðan með HAM

Á námskeiðinu er fjallað stuttlega um kvíða og þunglyndi og aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til að hafa hraðvirk áhrif á líðan. Fjallað er um tengsl hugsana, athafna og líðanar og hvernig hafa megi áhrif á hugarfar, auka virkni og draga úr kvíða.

Bætt samskipti á vinnustað

Á námskeiðinu er farið yfir hvað einkennir góð og slæm samskipti og fjallað um samtalstækni, líkamstjáningu, virka hlustun, eiginleika góðra tengsla, áræðni og lausn ágreinings, meðal annar hvernig taka megi gagnrýni og ná sínu fram án þess að fótumtroða rétt annarra.

Bætt sjálfstraust og sátt 

Gott sjálfstraust felst í því að vita hver maður er og hvað maður getur, sama hvað á gengur, og í því að vera sáttur við sjálfan sig. Á námskeiðinu er farið yfir aðferðir til að bæta sjálfstraust sem felast meðal annars í því að draga úr niðurrifshugsunum, huga að styrkleikum, takast á við aðstæður og sýna áræðni.

Nánari upplýsingar veitir Sóley D. Davíðsdóttir, forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar í síma 698-3720 eða með tölvupósti soley@kms.is.