Félagsfælni – lotumeðferð

Home / Hópmeðferð / Félagsfælni – lotumeðferð

Næsti meðferðarhópur hefst þriðjudaginn 4.-7. september.

Um meðferðina

Kvíðameðferðarstöðin (KMS) hefur síðastliðin tíu ár boðið upp á gagnreynda hópmeðferð í hugrænni atferlismeðferð við félagsfælni. Meðferðin samanstendur af 11 vikulegum tveggja klukkustunda meðferðartímum sem fer fram í 12 manna hópum. Niðurstöður rannsókna benda til að meðferðin sé árangursrík.

Nú býðst fólki að fá sambærilega meðferð á einungis fjórum dögum. Á KMS hefur fjögurra daga meðferð verið reynd við annars konar kvíðavanda og lofa niðurstöður þeirrar meðferðar góðu. Kostir þess að veita meðferð á svo skömmum tíma eru margvíslegir en vísbendingar eru um að búast megi við skjótari árangri en ella.

Fyrirkomulag og kostnaður:

Hópmeðferðin fer fram á Kvíðameðferðarstöðinni í 6-8 manna hóp og mun hópurinn hittast í fjóra samfellda daga. Meginmarkmið meðferðar er að hjálpa fólki að fá nýja sýn á vanda sinn og að nálgast hann á nýjan hátt. Áður en meðferð hefst hitta sálfræðingar KMS hvern og einn þátttakanda í einstaklingsviðtali þar sem vandinn er kortlagður og mat lagt á hvort meðferðarúrræðið henti viðkomandi eða hvort önnur úrræði komi að meira gagni. Í fjögurra daga meðferðinni fær hver þátttakandi töluvert meiri tíma með sálfræðingi, einn á móti einum, heldur en í 11 vikna meðferð og er meðferðin því sambland af einstaklins- og hópmeðferð.

Meðferðin er enn sem stendur þróunarverkefni og því býðst skólstæðingum meðferðin nú á sama verði og 11 vikna meðferðin, eða 90.000 kr.

Ath. Sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa komið að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu.

Skráning og frekari upplýsingar

Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að bóka einstaklingsviðtal fyrir þessa hópmeðferð. Vinsamlegast tilgreindu í dálkinum skilaboð að þú óskir eftir þessari tilgreindu hópmeðferð.

Hér má finna nánari upplýsingar um félagsfælni. Ef þörf er á frekari upplýsingum um hópmeðferðina má hafa samband við Kvíðameðferðarstöðina í síma 534-0110 milli kl. 9 og 12 alla virka daga  eða senda tölvupóst á kms@kms.is