NÝTT! – Betra líf

Home / Námskeið / NÝTT! – Betra líf

Námskeið fyrir unglinga og ungmenni hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 15.00-17.00.

Það er eðlilegt að upplifa depurð og ánægjuleysi í lífinu en stundum kemur það í veg fyrir að hægt sé að sinna daglegum verkefnum og/eða njóta lífsins á nokkurn hátt. Þetta námskeið er ætlað unglingum og ungmennum sem finnur fyrir depurð og ánægjuleysi ásamt öðrum einkennum þunglyndis. Á námskeiðinu verður meðal annars unnið með eftirfarandi:

  • Hvað er þunglyndi og hvernig birtist það?
  • Hvað viðheldur þunglyndi?
  • Lífsgildi og markmið
  • Að læra lifa lífi sem er þess virði að lifa því
  • Endurmat og árvekni
  • Atferlisvirkjun, skráning og skipulagning

Námskeiðið er samtals 11 skipti, 2 klst í senn (alls 22 klst). Kennt er vikulega í 10 skipti og svo er lokatími fjórum vikum seinna. Inga Wessman keyrir námskeiðið ásamt öðrum sálfræðingi Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Hámarksfjöldi þátttakenda er 14 manns.

  • Hópurinn verður á fimmtudögum frá 15.00-17.00 og hefst 2. mars.

Verð námskeiðs er 75.000 krónur

Ekki er hægt að skrá sig beint á námskeiðið. Panta þarf fyrst greiningarviðtal hjá sálfræðingi til þess að meta hvort að þetta tiltekna úrræði henti vanda viðkomandi best og sé líklegt til árangurs. Greiningarviðtal getur leitt í ljós að önnur úrræði henti betur t.d. einstaklingsviðtöl eða önnur námskeið.

Til þess að skrá sig á námskeið hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni þarf að byrja á að óska eftir greiningarviðtali. Hægt er að panta greiningarviðtal á www.kms.is (panta tíma) eða á netfanginu kms@kms.is. Við mælum með því að þú skrifir í lýsingu eða skilaboð að þú sért að velta fyrir þér þessu námskeiði þar sem námskeið kunna að fyllast.

Greiningarviðtal kostar 14.000 kr og er ekki innifalið í námskeiðsverði.

Greiningarviðal er til þess að fara yfir vanda barns/ungmennis og meta þjónustuþörf og hvort tiltekið námskeið henti best eða hvort önnur úrræði séu vænlegri til árangurs. Í slíkum tilvikum ráðleggjum við ýmist einstaklingsviðtöl, önnur námskeið eða vísum málum áfram á aðra meðferðaraðila eða stofnanir sem við teljum að séu með úrræði sem henti betur.

Ef tilvísun berst frá öðrum sálfræðingi, barnalækni/geðlækni eða sambærilegum meðferðaraðila/stofnun kemur til greina að skrá beint á námskeið, þá er best að viðkomandi meðferðaraðili eða stofnun hafi samband á kms@kms.is eða í síma 534-0110.

Frístundastyrkur

Litla KMS hefur gert samning við Reykjavíkurborg um frístundarstyrk. Einstaklingar 18 ára (á árinu) og yngri geta nýtt frístundarstyrk að fullu (allt að 35.000 kr).