Kvíðameðferðarstöðin 

Fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu

Í haust bjóðum við upp á fjögurra daga meðferð við þráhyggju og áráttu. Um er að ræða nýtt meðferðarúrræði sem dr. Gerd Kvale og dr. Bjarne Hansen sálfræðingar frá Helse Bergen –Háskóla sjúkrahúsinu í Haukeland hafa þróað.

Um er að ræða fjögurra daga intensíva hópmeðferð þar sem hver þátttakandi fær sérsniðna þjálfun í að takast á við vandann með hjálp sálfræðinga með mikla þekkingu á þessu sviði.

Nú þegar hafa um 500 skjólstæðingar lokið meðferðinni við þráhyggju og áráttu í Noregi og hefur það borið mjög góðan árangur. Þetta úrræði hefur verið innleitt í heilbrigðiskerfið í Noregi og stendur til að innleiða það einnig í Svíþjóð og Danmörku.

Hér má sjá myndbönd um meðferðina en við hvetjum þá sem hafa áhuga á að sækja þessa meðferð að senda okkur tölvupóst á kms@kms.is.

https://www.youtube.com/watch?v=ZRSExyZ3GPg

https://www.youtube.com/watch?v=_0iNr2G2VQA

SÍMI

534-0110

NETFANG

TILKYNNINGAR

Nemaviðtöl í boði

0
0
Unnt er að fá viðtöl hjá nemum sem eru í starfsréttindanámi (cand.psych) við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Viðtalstíminn kostar 7.500 krónur en það getur verið góður kostur þar sem nemar eru iðulega ferskir í fræðunum, áhugasamir og metnaðargjarnir. Nemar starfa undir handleiðslu [...]